Sunnudagur 7. apríl 2019
Little note to this translation:
As always, I have to point out that I don't speak any Icelandic and my abilities in English are rather poor. But that has never been a reason for me not to try to translate Icelandic texts into English and German. But even if I always try my best, the one or the other translation error may have crept in. So if you find something, please let me know! That would be a big help for me and all other fans. A short email is the easiest way (see below) - Thanks ...!
For translation errors, suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
Bitte ein wenig Geduld, die Übersetzungen sind in Arbeit! Please be patient, the translations are in progress!
Smartland Mörtu Maríu | Frægð | Morgunblaðið | 7.4.2019 | 18:00
Davíð og Jóhanna Guðrún á brúðkaupsdaginn sinn.
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir giftist eiginmanni sínum, Davíð Sigurgeirssyni, hinn 21. september árið 2018. Brúðkaupið var sannkölluð tónlistarveisla þar sem hæfustu listamenn landsins, ásamt brúðhjónum, komu fram. „Við giftum okkur í Garðakirkju af því okkur fannst það rétti staðurinn fyrir viðburðinn. Vídalínskirkja kom einnig til greina, enda störfum við mikið í þeirri kirkju. Við hjónin erum kórstjórar hjá barna- og unglingakórnum ásamt því að vera með gospelkór Jóns Vídalíns. Eins erum við mikið beðin að syngja í þessum kirkjum, hvort heldur sem er í brúðkaupum eða jarðarförum,“ segir hún. Jóhanna Guðrún á fallegar minningar úr brúðkaupinu sínu. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og eiginmaður hennar Bjarni Karlsson gáfu þau saman. „Jóna Hrönn er enginn venjulegur prestur að mínu mati, í raun má segja það um þau bæði. Ég fylgist með hvernig þau vinna dag og nótt og er virkilega heppin að sjá þessa hlið á lífinu. Allt það fallega sem gerist innan kirkjunnar, en einnig það erfiða, þegar fjölskylda kveður vini og ættingja – stundum langt fyrir aldur fram.“ Jóhanna Guðrún segir æðislegt að starfa með börnum og unglingar séu einstakir líka. „Það er gaman að sjá hversu fljótt persónuleiki fólks kemur fram. Árangur barna í söng er mikill ef þau hafa áhuga og leggja sig fram. Það er bæði gefandi og lærdómsríkt að starfa innan kirkjunnar. Mín verkefni eru kannski vel skilgreind og auðframkvæmanleg, en sumt af því sem fram fer innan kirkjunnar er þannig að fólk þarf kærleika, skilning og stuðning.“ Hvernig var tónlistin í ykkar brúðkaupi? „Við vorum með sannkallaða tónlistarveislu þar sem mikið af vinum okkar, fjölskyldu og kunningjum er í tónlistariðnaðinum. Davíð spilaði sjálfur á gítar þegar ég gekk inn kirkjugólfið. Hann spilaði ekki hinn hefðbundna brúðarmars, heldur lagið „Cavatina“ úr kvikmyndinni „Deer Hunter“. Það var ótrúlega rómantískt og þar sem hann er frábær gítarleikari þá langaði mig að hann myndi spila lagið sjálfur.“
Gaman að velja lögin saman Hvað mælir þú með að fólk geri tengt tónlist í brúðkaupum? „Í kirkjunni sjálfri finnst mér að tónlistin eigi að vera persónuleg og ekki valin úr fyrirframgefnum lögum, heldur eftir smekk og upplifun brúðhjónanna. Hvaða lag eiga þau saman? Hvaða lag fjallar um þau? Það finnst mér algjört lykilatriði og þannig vinn ég með brúðhjónum sjálf. Ég tók sem dæmi eitt sinn lag með „Foo Fighters“ í brúðkaupi. Framsetningin var einföld og tónlistar­triðið varð einstakt. Blíðlegur kassagítar og kvenrödd getur klætt lagið úr fötunum og komið því í brúðkaupsbúning.“ Hún er á því að persónuleg tónlist komi fólki á óvart og sé upplifun sem býr til sérstaka tengingu milli brúðhjóna og gesta þeirra á brúðkaupsdaginn. „Við buðum upp á „Thank You for the Music“ sem Stefanía Svavarsdóttir söng og tengdapabbi ásamt fleiri góðum vinum okkar úr tónlistaiðnaðinum spilaði undir. Eins vorum við með lagið „You've Got a Friend“ eftir Carole King, lagið tóku vinkonur mínar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir saman. Þór Breiðfjörð tók lagið „Unchained Melody“ fyrir okkur. Eins sungu Eyrún Eðvaldsdóttir og Gospelkórinn lokalagið í kirkjunni sem var „Waiting for a Star to Fall“. Ég átta mig á því að það geta ekki allir verið með svona tónlistaratriði á brúðkaupsdaginn, en ég held að allir geti sett sinn persónuleika í daginn með tónlistinni svo eitthvað sé nefnt.“ Var afslöppuð í undirbúningnum Hvernig gekk að undirbúa brúðkaupið? „Ég var roslalega afslöppuð og var ekkert að stressa mig á undirbúningnum. Ég vissi að hlutirnir myndu verða í lagi um leið og við vorum búin að bóka kirkjuna, prestana og tónlistarfólkið, ásamt því að panta mat, kjól, hár og förðun. Davíð pantaði daginn fyrir brúðkaupið sem dæmi myndakassa, sem var frábært. Honum datt þetta bara allt í einu í hug og við slógum til. Það jafnast ekkert á við myndirnar af öllu fólkinu sem skemmti sér frábærlega vel með okkur þennan dag og við eigum myndir sem geyma þessar minningar sem er okkur svo dýrmætt.“ Hljómsveitin Albatross spilaði fyrir gesti í brúðkaupsveislunni. Eyþór Ingi, Ívar Daníels, Böddi Reynis, Friðrik Ómar og brúðurin og brúðguminn stigu öll á sviðið og skemmtu gestum þetta kvöld. Hvað matinn varðar segist Jóhanna Guðrún ekki geta hætt að mæla með Kjötkompaníi og Sætum syndum. „Við feng­um forréttaplatta frá Kjötkompaníi og síðan buðum við upp á kalkún og lambakjöt með öllu tilheyrandi. Þórunn, sem starfar í kirkjunni, gerði matinn fyrir okkur. Hún Eva í Sætum syndum aðstoðaði mig við að gera æðislega brúðarköku sem endaði á því að vera frekar einföld og klassísk. Eva er einstök; hún gefur manni tíma og hefur ótrúlega þolinmæði þótt maður skipti nokkrum sinnum um skoðun. Við vorum með makrónuturna í fallegum pastellitum sem ég mæli einnig með.“ Nú eruð þið hjónin mikið saman á degi hverjum þar sem þið starfið saman. Hvernig er það? „Við erum ótrúlega góðir vinir og náum vel saman. Okkur hefur aldrei þótt erfitt að vera mikið saman og það hentar okkur vel. Við erum samrýnd fjölskylda og hlökkum til þess að eignast annað barnið okkar saman og halda áfram að njóta alls sem lífið færir okkur.“
Sunnudagur 7. apríl 2019
(Myndir: Helgi Ómarsson)
The original Icelandic text was written by Elínrós Líndal for mbl.is Link to the source: www.mbl.is/smartland/stars/2019/04/07/brudkaup_davids_og_johonnuar…
2019
Sunnudagur 7. apríl 2019
Smartland Mörtu Maríu | Frægð | Morgunblaðið | 7.4.2019 | 18:00
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir giftist eiginmanni sínum, Davíð Sigurgeirssyni, hinn 21. september árið 2018. Brúðkaupið var sannkölluð tónlistarveisla þar sem hæfustu listamenn landsins, ásamt brúðhjónum, komu fram. „Við giftum okkur í Garðakirkju af því okkur fannst það rétti staðurinn fyrir viðburðinn. Vídalínskirkja kom einnig til greina, enda störfum við mikið í þeirri kirkju. Við hjónin erum kórstjórar hjá barna- og unglingakórnum ásamt því að vera með gospelkór Jóns Vídalíns. Eins erum við mikið beðin að syngja í þessum kirkjum, hvort heldur sem er í brúðkaupum eða jarðarförum,“ segir hún. Jóhanna Guðrún á fallegar minningar úr brúðkaupinu sínu. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og eiginmaður hennar Bjarni Karlsson gáfu þau saman. „Jóna Hrönn er enginn venjulegur prestur að mínu mati, í raun má segja það um þau bæði. Ég fylgist með hvernig þau vinna dag og nótt og er virkilega heppin að sjá þessa hlið á lífinu. Allt það fallega sem gerist innan kirkjunnar, en einnig það erfiða, þegar fjölskylda kveður vini og ættingja – stundum langt fyrir aldur fram.“
Davíð og Jóhanna Guðrún á brúðkaupsdaginn sinn.
Jóhanna Guðrún segir æðislegt að starfa með börnum og unglingar séu einstakir líka. „Það er gaman að sjá hversu fljótt persónuleiki fólks kemur fram. Árangur barna í söng er mikill ef þau hafa áhuga og leggja sig fram. Það er bæði gefandi og lærdómsríkt að starfa innan kirkjunnar. Mín verkefni eru kannski vel skilgreind og auðframkvæmanleg, en sumt af því sem fram fer innan kirkjunnar er þannig að fólk þarf kærleika, skilning og stuðning.“ Hvernig var tónlistin í ykkar brúðkaupi? „Við vorum með sannkallaða tónlistarveislu þar sem mikið af vinum okkar, fjölskyldu og kunningjum er í tónlistariðnaðinum. Davíð spilaði sjálfur á gítar þegar ég gekk inn kirkjugólfið. Hann spilaði ekki hinn hefðbundna brúðarmars, heldur lagið „Cavatina“ úr kvikmyndinni „Deer Hunter“. Það var ótrúlega rómantískt og þar sem hann er frábær gítarleikari þá langaði mig að hann myndi spila lagið sjálfur.“
Gaman að velja lögin saman Hvað mælir þú með að fólk geri tengt tónlist í brúðkaupum? „Í kirkjunni sjálfri finnst mér að tónlistin eigi að vera persónuleg og ekki valin úr fyrirframgefnum lögum, heldur eftir smekk og upplifun brúðhjónanna. Hvaða lag eiga þau saman? Hvaða lag fjallar um þau? Það finnst mér algjört lykilatriði og þannig vinn ég með brúðhjónum sjálf. Ég tók sem dæmi eitt sinn lag með „Foo Fighters“ í brúðkaupi. Framsetningin var einföld og tónlistar­triðið varð einstakt. Blíðlegur kassagítar og kvenrödd getur klætt lagið úr fötunum og komið því í brúðkaupsbúning.“ Hún er á því að persónuleg tónlist komi fólki á óvart og sé upplifun sem býr til sérstaka tengingu milli brúðhjóna og gesta þeirra á brúðkaupsdaginn. „Við buðum upp á „Thank You for the Music“ sem Stefanía Svavarsdóttir söng og tengdapabbi ásamt fleiri góðum vinum okkar úr tónlistaiðnaðinum spilaði undir. Eins vorum við með lagið „You've Got a Friend“ eftir Carole King, lagið tóku vinkonur mínar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir saman. Þór Breiðfjörð tók lagið „Unchained Melody“ fyrir okkur. Eins sungu Eyrún Eðvaldsdóttir og Gospelkórinn lokalagið í kirkjunni sem var „Waiting for a Star to Fall“. Ég átta mig á því að það geta ekki allir verið með svona tónlistaratriði á brúðkaupsdaginn, en ég held að allir geti sett sinn persónuleika í daginn með tónlistinni svo eitthvað sé nefnt.“
Var afslöppuð í undirbúningnum Hvernig gekk að undirbúa brúðkaupið? „Ég var roslalega afslöppuð og var ekkert að stressa mig á undirbúningnum. Ég vissi að hlutirnir myndu verða í lagi um leið og við vorum búin að bóka kirkjuna, prestana og tónlistarfólkið, ásamt því að panta mat, kjól, hár og förðun. Davíð pantaði daginn fyrir brúðkaupið sem dæmi myndakassa, sem var frábært. Honum datt þetta bara allt í einu í hug og við slógum til. Það jafnast ekkert á við myndirnar af öllu fólkinu sem skemmti sér frábærlega vel með okkur þennan dag og við eigum myndir sem geyma þessar minningar sem er okkur svo dýrmætt.“ Hljómsveitin Albatross spilaði fyrir gesti í brúðkaupsveislunni. Eyþór Ingi, Ívar Daníels, Böddi Reynis, Friðrik Ómar og brúðurin og brúðguminn stigu öll á sviðið og skemmtu gestum þetta kvöld. Hvað matinn varðar segist Jóhanna Guðrún ekki geta hætt að mæla með Kjötkompaníi og Sætum syndum. „Við feng­um forréttaplatta frá Kjötkompaníi og síðan buðum við upp á kalkún og lambakjöt með öllu tilheyrandi. Þórunn, sem starfar í kirkjunni, gerði matinn fyrir okkur. Hún Eva í Sætum syndum aðstoðaði mig við að gera æðislega brúðarköku sem endaði á því að vera frekar einföld og klassísk. Eva er einstök; hún gefur manni tíma og hefur ótrúlega þolinmæði þótt maður skipti nokkrum sinnum um skoðun. Við vorum með makrónuturna í fallegum pastellitum sem ég mæli einnig með.“ Nú eruð þið hjónin mikið saman á degi hverjum þar sem þið starfið saman. Hvernig er það? „Við erum ótrúlega góðir vinir og náum vel saman. Okkur hefur aldrei þótt erfitt að vera mikið saman og það hentar okkur vel. Við erum samrýnd fjölskylda og hlökkum til þess að eignast annað barnið okkar saman og halda áfram að njóta alls sem lífið færir okkur.“
Myndir: Helgi Ómarsson
Little note to this translation:
As always, I have to point out that I don't speak any Icelandic and my abilities in English are rather poor. But that has never been a reason for me not to try to translate Icelandic texts into English and German. But even if I always try my best, the one or the other translation error may have crept in. So if you find something, please let me know! That would be a big help for me and all other fans. A short email is the easiest way (see below) - Thanks ...!
For translation errors, suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
Bitte ein wenig Geduld, die Übersetzungen sind in Arbeit! Please be patient, the translations are in progress!
Sunnudagur 7. apríl 2019
Sunnudagur 7. apríl 2019
Sunnudagur 7. apríl 2019
The Icelandic text was written by Elínrós Líndal for mbl.is Link to the source: www.mbl.is/smartland/stars/2019/04/07/brudkaup_davids_og…
YohannaMusic official:
2019
If you like it…
YohannaMusic offical:
If you like this page…:
Photo by Helgi Ómarsson
Source: mbl.is Date: April 7th, 2019 Country: Iceland